Þar sem viðburðardagatalið er ekki komið í gagnið vildi íþrótta og mótanefnd
koma á framfæri viðburðum vorsins og sumarsins.

6.maí verður haldið punktamót í hestaíþróttum á Sauðárkróki
þar verður keppt í helstu íþróttagreinum og einungis riðin forkeppni.

7.maí verður barna og unglingamót í hestaíþróttum á Sauðárkróki
þar verður bæði riðin forkeppni og úrslit.
Vormót Skagfirðings fyrir börn og unglinga.

Hið árlega vormót UMSS á Hólum verður á sínum stað.
Sem sagt verður WR (world ranking) mót helgina 20.til 22.maí

Úrtaka fyrir landsmótið á Hólum verður á Hólum dagana 11.og 12.júní
Þar verður riðin tvöföld forkeppni,sitt hvorn daginn.
Er þetta sameiginleg úrtaka Skagfirðings,Glæsis,Neista og Þyts.

Félagsmót Skagfirðings verður í ágúst, nánar auglýst síðar eins og
allir þessir viðburðir.

Eins og þið sjáið er heilmikið í boði fyrir keppendur í sumar, enda er
þetta hestasumarið mikla í Skagafirði.
Landsmótsstemming ríkir svo sannarlega í firðinum.

Deila færslu