Screenshot-2020-03-08-at-19.53.28

Aðalfundur Skagfirðings mars 8, 2020

Aðalfundur Skagfirðings var haldinn í Tjarnabæ 5.mars síðastliðinn og mættu um 30 manns á fundinn. Fundastjóri var Arnór Gunnarsson og fundarritari var Sara Gísladóttir. Skapti fór yfir skýrslu stjórnar og starfsemi félagsins og þar var stiklað á stóru þar sem viðburðir félagsins eru margir. Ása fór yfir ársreikning félagsins með þeim gleðifréttum að félagið var rekið með hagnaði árið 2019.
Kosið var í nefndir og er búið að uppfæra þær hér á heimsíðunni.
Kosið var í stjórn félagsins. Skapti og Ása gengu úr stjórn og þökkum við þeim innilega fyrir frábært og óeigingjarnt starf í þágu félagsins. Elvar Einarsson var kosinn formaður og ný inn í stjórn komu Unnur Rún Sigurpálsdóttir og Geir Eyjólfsson. Kosnir voru tveir nýjir varamenn í stjórn og eru það Bjarni Jónasson og Sara Gísladóttir. Viljum við bjóða nýjum formanni og nýrri stjórn velkomna til starfa og hlökkum til að starfa með þeim í náinni framtíð.
Stefán Logi kom í pontu fyrir hönd stjórnar LH og bað fyrir kveðju frá formanni LH til félagsmanna Skagfirðings. Kom meðal annars í ljós að Skagfirðingur hefur sótt um að halda Landsmót 2024 að Hólum í Hjaltadal en tvö önnur félög sóttu einnig um það sama Landsmót. Landsmótsstaður verður ákveðinn seinna á árinu. Skagfirðingur heldur Landsþing LH í Miðgarði í haust og Lárus formaður LH hefur gefið það út að hann ætli ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi formannssetu.

Stjórn Skagfirðings:
Elvar Einarsson, formaður
Pétur Örn Sveinsson, ritari
Rósa María Vésteinsdóttir, stjórnarmaður
Unnur Rún Sigurpálsdóttir, stjórnarmaður
Geir Eyjólfsson, stjórnarmaður
Bjarni Jónassonm, varamaður
Sara Gísladóttir, varamaður

Fundargestir á aðalfundi
Formaður og gjaldkeri fengu sér sæti meðal fundargesta þegar búið var að kjósa nýja stjórn og þau formlega lokið störfum.
Ný stjórn Skagfirðings

Deila færslu

Share on facebook
Share on twitter
Share on print
Share on email