17308966_10210694570714816_8563224997741517335_n

Allt æskulýðsstarf Skagfirðings fellur niður! mars 22, 2020

UMFÍ hefur gefið það út að allar íþróttaæfingar hjá öllum íþrótta – og æskulýðsfélögum landsins skulu falla niður á meðan samkomubann er í gildi.
Sjá hér frétt: http://umfi.is/utgafa/frettasafn/allt-ithrottastarf-fellur-nidur/
Við í stjórn Æskulýðsdeildar og reiðkennarar munum að sjálfsögðu fara eftir þeim tilmælum og verður því engin reiðkennsla á vegum deildarinnar á meðan samkomubann er í gildi.
Hér er linkur inn á litabók íslenska hestsins sem LH hefur gefið út sem getur stytt stundir á þessum óvissutímum; https://www.lhhestar.is/is/aeskan/litabok-islenska-hestsins
Reiðkennarar deildarinnar vilja koma því á framfæri að iðkendur haldi áfram að þjálfa og fara á hestbak eftir bestu getu, bæði yngri sem eldri. Ekki hika við að hafa samband við stjórn Æskulýðsdeildar eða reiðkennara ef einhverjar spurningar eða vangaveltur vakna.

Deila færslu

Share on facebook
Share on twitter
Share on print
Share on email