13245478_268727046813441_5126676064637762806_n.jpg

Árshátíð hestamannafélagsins Skagfirðings

Veislugestir í Ljósheimum

Síðastliðin laugardag, 9.nóvember, var árshátíð Skagfirðings haldin í Ljósheimum.

Elvar Logi Friðriksson var veislustjóri og skemmti gestum með söng og sögum fram eftir kvöldi. Ávarp kvöldsins flutti Sara Gísladóttir sem fór yfir mikilvægi hrossaræktar og hestamennsku á Íslandi. Glæsilegt happdrætti þar sem folatollar undir 6 stóðhesta voru í verðlaun og má þar meðal annars nefna, Þráinn frá Flagbjarnarholti og Kveikur frá Stangarlæk.

Viðurkenningar og verðlaun voru afhend fyrir bestan árangur á árinu í eftirfarandi greinum:

Ungmennaflokkur: Ásdís Ósk Elvarsdóttir, Guðmar Freyr Magnússon og Viktoría Eik Elvarsdótttir voru tilnefnd og ungmennaflokksknapi ársins er Ásdís Ósk Elvarsdóttir.

Ásdís Ósk sigraði tölt á íþróttamóti Sleipnis og var í fjórða sæti í slaktaumatölti á sama móti. Á Reykjavíkurmeistaramótinu var hún í 2.sæti í tölti og 7.sæti í fjórgang ásamt því að vera í 2.sæti í fimmgang og 4.sæti í slaktaumatölti. Á Íslandsmótinu lenti hún í 3.sæti í fjórgang, 3.sæti í fimmgang, 3.sæti í tölti eftir sætaröðun dómara og samanlagður sigurvegari í fimmgangsgreinum. Ásdís var svo fulltrúi Íslands á Heimsmeistaramótinu í Berlín með Koltinnu frá Varmalæk þar sem þær hlutu 2.sæti í tölti og 3-5.sæti í fjórgang.

Áhugamannaflokkur: Birna M. Sigurbjörnsdóttir, Rósanna Valdimarsdóttir og Steindóra Ólöf Haraldsdóttir voru tilnefnd og áhugamannsknapi ársins er Birna M.Sigurbjörnsdóttir.

Birna sigraði B-flokk áhugamanna á Opnu gæðingamóti Skagfirðings og Félagsmóti Skagfirðings á Gamm frá Enni. Einnig sigraði hún fjórgang og tölt á Hólamótinu í vor.

Íþróttaknapi ársins: Magnús Bragi Magnússon, Mette Mannseth og Þórarinn Eymundsson voru tilnefnd og íþróttaknapi ársins er Mette Mannseth.

Á WR Hólamótinu í vor sigraði Mette fimmgang á Kalsa frá Þúfum & slaktaumatölt á Blund frá Þúfum en einnig varð hún í þriðja sæti í fjórgang með Skálmöld frá Þúfum. Á Íslandsmótinu reið hún A-úrslit í fimmgang á Kalsa frá Þúfum, B-úrslit í slaktaumatölti á Blund frá Þúfum og B-úrslit í fjórgang á Skálmöld frá Þúfum. Einnig vann hún gæðingaskeið á Stórmóti Hrings með Vívalda frá Torfunesi.

Skeiðknapi ársins: Bjarni Jónasson, Finnbogi Bjarnason og Þórarinn Eymundsson voru tilnefndir og skeiðknapi ársins er Þórarinn Eymundsson.

Þórarinn lenti í 5.sæti í 100m skeiði á Íslandsmótinu, sigraði 150m skeið á öðrum skeiðleikum Náttfara, sigraði 150m skeið á WR íþróttamótinu á Hólum, 2.sæti í 100m skeiði á öðrum skeiðleikum Náttfara, sigraði 150m skeið á Stórmóti Hrings, sigraði 150m skeið á WR íþróttamóti Sleipnis og í 2.sæti í 100m skeiði. Skeiðhryssa hans er Gullbrá frá Lóni en ásamt ofantöldu urðu þau Íslandsmeistarar í 150m skeiði og fóru þau á tímanum 14,10sek!

Gæðingaknapi ársins: Magnús Bragi Magnússon, Mette Mannseth og Skapti Steinbjörnsson voru tilnefnd og gæðingaknapi ársins er Mette Mannseth.

Mette Mannseth náði góðum árangri á gæðingavellinum í ár. Á opna gæðingamótinu sigraði hún bæði A-flokk og B-flokk en í A-flokk hlutu þau Kalsi 8,98 í einkunn og List 8,86 í B-flokk í úrslitum. Á Fákaflugi sigraði hún einnig bæði A-flokk með Kalsa frá Þúfum og B-flokk á List frá Þúfum þar sem þær hlutu einkunnina 9,14 í úrslitum! Einnig stendur hún efst á stöðulista í A-flokk og B-flokk.

Knapi ársins yfir heildina í Skagfirðing er Mette Moe Mannseth.

Fyrir árshátíðina gátu meðlimir í Skagfirðing sent inn tilnefningar fyrir „Félaga“ ársins í Skagfirðing og svo á árshátíðarkvöldinu var svipt hulunni af hver hefði hlotið titilinn. Að þessu sinni var það Sara Gísladóttir sem var hlutskörpust í kosningunni.

Óskum við þeim öllum hjartanlega til hamingju með árangurinn.

Hljómsveitin Smóking spilaði fyrir dunandi dansi fram á nótt.

Árshátíðarnefnd vill koma kærum þökkum til allra þeirra sem gáfu folatoll í happdrættið og öðrum sem komu að árshátíðinni á einn eða annan hátt.

Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Viktoría Eik Elvarsdóttir
Finnbogi Bjarnason og Þórarinn Eymundsson
Skapti Steinbjörnsson og Celine Schbúll (sem tók við verðlaunum fyrir hönd Mettu Moe Mannseth)
Birna M. Sigurbjörnsdóttir og Unnur Rún Sigurpálsdóttir (sem tók við verðlaunum fyrir hönd Rósönnu Valdimarsdóttur)

Deila færslu