250349335_5197768103583524_2137977725146062535_n

Nú á dögunum var verðlaunahátið Landssambands Hestamnna haldin þar sem skagfirðingurinn Guðmar Freyr Magnússon var kjörinn efnilegasti knapi ársins. Guðmar átti gott ár bæði á keppnisbrautinni þar sem keppti fyrir hönd hestamannafélagsins Skagfirðings og á kynbótavellinum en í tilkynningu frá Landssambandinu kemur fram:

„Guðmar Freyr Magnússon stóð sig afar vel á árinu. Hann varð Íslandsmeistari ungmenna í tölti á Sigursteini frá Íbishóli og vann ungmennaflokk á Fjórðungsmótinu í Borgarnesi á Eldi frá Íbishóli. Hann er efstur á stöðulista ársins í tölti ungmenna. Hann náði einnig góðum árangri í fimmgangi á Rosa frá Berglandi og er ofarlega á stöðulista ársins í þeirri grein. Guðmar Freyr kemur vel fyrir með kurteisina að vopni og hann á svo sannarlega framtíðina fyrir sér, hann er efnilegasti knapi ársins,“

Hestamannfélagið Skagfirðingur óskar Guðmari innilega til hamingju með árangur ársins.

Deila færslu