250349335_5197768103583524_2137977725146062535_n

Efnilegast knapi ársins 2021 nóvember 23, 2021

Nú á dögunum var verðlaunahátið Landssambands Hestamnna haldin þar sem skagfirðingurinn Guðmar Freyr Magnússon var kjörinn efnilegasti knapi ársins. Guðmar átti gott ár bæði á keppnisbrautinni þar sem keppti fyrir hönd hestamannafélagsins Skagfirðings og á kynbótavellinum en í tilkynningu frá Landssambandinu kemur fram:

„Guðmar Freyr Magnússon stóð sig afar vel á árinu. Hann varð Íslandsmeistari ungmenna í tölti á Sigursteini frá Íbishóli og vann ungmennaflokk á Fjórðungsmótinu í Borgarnesi á Eldi frá Íbishóli. Hann er efstur á stöðulista ársins í tölti ungmenna. Hann náði einnig góðum árangri í fimmgangi á Rosa frá Berglandi og er ofarlega á stöðulista ársins í þeirri grein. Guðmar Freyr kemur vel fyrir með kurteisina að vopni og hann á svo sannarlega framtíðina fyrir sér, hann er efnilegasti knapi ársins,“

Hestamannfélagið Skagfirðingur óskar Guðmari innilega til hamingju með árangur ársins.

Deila færslu

Share on facebook
Share on twitter
Share on print
Share on email