247376236_1575291802823619_5808993869631191211_n

Kæri félagi hestamannafélagsins Skagfirðings,

Greiðsluseðill hefur verið sendur vegna félagsgjalds ársins 2023 og birtist í heimabanka allra félagsmanna 18 – 66 ára.

Ný stjórn Hestamannafélagsins Skagfirðings tók við á aðalfundi félagsins þann 16. mars s.l.

Stjórn skipa: Elvar Einarsson (formaður), Bjarni Jónasson (varaformaður), Stefanía Inga Sigurðardóttir (gjaldkeri), Unnur Rún Sigurpálsdóttir (ritari) & Sigurlína Erla Magnúsdóttir. Í varastjórn sitja Rósa María Vésteinsdóttir og Guðmundur Þór Elíasson.

Æskulýðsnefnd félagsins

Æskulýðsdeild Skagfirðings er gríðarlega öflug og má þar þakka kröftugum félagsmönnum og nefndarfólki sem að því standa. Mörg námskeið eru í boði hjá félaginu en vikustarf er kennt tvisvar í viku fyrir krakka 10 ára og eldri, helgarstarf er kennt á laugardögum ætlað fyrir krakka yngri en 10 ára og keppnisþjálfun er einu sinni í viku sem skiptist í einkatíma og bóklega tíma. Kennarar í vikustarfi og keppnisjálfun eru Unnur Rún Sigurpálsdóttir, Sigrún Rós Helgadóttir og Finnbogi Bjarnason. Kennarar í helgarstarfi eru Rósanna Valdimarsdóttir, Gloria Kucel & Anne Röser.

Ásetu- og jafnvægisnámskeið var í boði í haust en það er þriggja daga námskeið þar sem deildin sér um að útvega hesta og reiðtygi. Reiðnámskeið eru einnig í boði á Varmalæk þar sem Skagfirðingur er í samstarfi við Jóhönnu Heiðu reiðkennara á Varmalæk. Framundan er sýning á Akureyri „Æskan og hesturinn“ þann 1. maí í Léttishöllinni.

Fræðslunefnd

Fræðslunefnd Skagfirðings hefur verið virk og í vetur var haldið námskeið með Finnboga Bjarnasyni, skeiðnámskeið með Bjarna Jónassyni, Elvari Einarssyni og Daniel Gunnarssyni en þessi námskeið voru vel sótt og gaman að sjá hvað skeið áhugi félagsmanna er að aukast. Einnig voru fyrirlestrar á vegum fræðslunefndar í Tjarnarbæ með Víkingi Gunnarssyni og Guðrúnu Stefánsdóttir um áhrif þyngdar knapa á álag og hreyfingar hestsins, Merle Storm & Kristjáni Elvari. Í vetur hafa verið haldin námskeið með Aðalheiði Önnu Guðjónsdóttir, Julie Christiansen & Kristjáni Elvari.

Keppni

Staðið hefur verið fyrir öflugu mótahaldi síðustu ár og er árið í ár engin undantekning á því. Meistaradeild KS og Skagfirska mótaröðin fara fram frá janúar-maí og stefnt er að góðri helgi í firðinum 28.-29.apríl þar sem haldið er lokamót Meistaradeildar KS og reiðhallarsýningin Tekið til kostanna. WR Hólamót verður haldið 19-21.maí á Hólum ásamt skeiðleikum félagsins.

Worldfengur

Allir félagsmenn í Hestamannafélaginu Skagfirðing fá frían aðgang að Worldfeng innifalið í félagsgjaldinu. Til þess að virkja þennan aðgang þá þurfa félagsmenn að senda póst á gjaldkeri@skagfirdingur.is

Nánari upplýsingar um starfsemi félagsins er að finna á Heimasíðu félagsins, skagfirdingur.is.

Stjórn Hestamannafélagsins Skagfirðings

P.s. Öll erindi / ábendingar sendist á info@skagfirdingur.is

Deila færslu