1-skapti

Félagsmót Skagfirðings sem jafnframt er úrtaka fyrir fjórðungsmót verður haldið 5-6. júní á Sauðárkróki.

Keppt verður í A- flokki, B- flokki, A -og B flokki áhugamanna, A -og B flokki ungmenna, unglingaflokki, barnaflokki og pollaflokki. Einnig gæðingatölt í áhugamannaflokki og opnum flokki. Skráning fer fram í gegnum Sportfeng – Mótshaldari Skagfirðingur.

Skráningu lýkur miðvikudaginn 2. júní kl.20:00 hver skráning í A- og B flokk kostar 4000 kr. en í aðra flokka 3000 kr.

Mótanefnd áskilur sér þann rétt að sameina eða fella niður flokka ef ekki næst þátttaka. Í A og B flokki áhugamanna er riðin sérstök forkeppni, það er 3 inn á í einu en í öðrum flokkum venjuleg forkeppni.

Vonumst til að sjá sem flesta.

-Gæðingamótanefndin

Deila færslu