_face-cover7

Ferðanefnd Skagfirðings; ferðir í sumar júní 8, 2020

Tilkynning frá Ferðanefnd Skagfirðings:
Nú er upplagt að láta sig hlakka til að ferðast um landið okkar í sumar og því langar okkur að upplýsa um þær ferðir sem eru nú þegar komnar á blað hjá nefndinnil.
Drög að ferðum sumarsins 2020:
Jónsmessuferð í Skessuland, sunnan Hellulands 20. júní.
Dagsferð í Reyki, Reykjaströnd 4. júlí.
Ferð í Merkigil 24. júlí til 26. júlí.​ Ferðin hefst frá Silfrastaðarétt þann 24. júlí. Riðið inn Kjálkann og yfir Merkigilið. Á laugardeginum riðið inn í Hildarsel og Fögruhlíð ef vill. Sunnudaginn 26. júlí riðið út Lýtingsstaðarhrepp og endar ferðin formlega í Mælifellsrétt.
Ferð í Fjall, Kolbeinsdal 21. ágúst til 23. ágúst. Tilvalið fyrir bændur að þjálfa gangnahestana fyrir göngur.

Hafa skal í huga að allar ferðir sumarsins taka mið af ástandi í þjóðfélaginu hvað samkomur varðar.Endilega látið okkur vita ef þið hafið tillögur að skemmtilegum ferðum, hvort sem þær nýtast þetta sumarið eða bara seinna.

Deila færslu

Share on facebook
Share on twitter
Share on print
Share on email