fireworks-3816694_960_720

Stjórn Hestamannafélagsins Skagfirðings vill benda á að um áramótin eru margar hestagirðingar á kafi í snjó og því umhugsunarefni hvernig hrossin bregðist við þegar farið verður að skjóta upp flugeldum á Gamlárskvöld.

Hestar, sem og önnur dýr, hræðast flugelda, ljósin og hávaðan sem þau valda.  Þau leggja á stjórnlausan flótta verði þau hrædd og núna þegar margar girðingar halda ekki vegna snjóa er mikil hætta á að slys geti hlotist af.

Stjórn Hmf. Skagfirðings vill því beina því til hestamanna og almennings, að vera vakandi um umhverfi sitt þegar skotið er upp á Gamlárskvöld.  Láta dýrin njóta vafans og hafa mikla fjarlægð á milli flugeldaskota og hesta.

Með kærri Gamlárskveðju og von um örugg hross í Skagafirði

Stjórn Hmf. Skagfirðings

Deila færslu