64d55407023df


Fjall í Kolbeinsdal
Helgina 18. til 20. ágúst er áætlað að ríða frá Sauðárkróki og upp í Fjall í Kolbeinsdal og gista í tvær nætur. Lagt verður af stað úr hesthúsahverfinu kl. 15 á föstudeginum. Þar verður staðsett trússkerra sem hægt er að setja föggur sínar í.

Á laugardeginum verður riðið fram Kolbeinsdal og á sunnudaginn heim.
Ferðalangar nesta sig sjálfir fyrsta daginn.


Skráning hjá Palla Friðriks á netfangið pilli@simnet.is eða í síma 861 9842 eftir klukkan 15 á daginn. Einnig má senda skilaboð á Facebook. Skráningu lýkur miðvikudagskvöldið 16. ágúst.


Nefndin

Deila færslu