Hestadagar 2019 verða í Fljótum 16. – 18. ágúst.​

Þessa helgi hittast félagar hestamannafélaganna Skagfirðings, Gnýfara og Glæsis og gera sér glaðan dag saman,
margir koma ríðandi á svæðið eða taka eftir áhuga og getu þátt í hluta eða allri helginni.​

Svona verður dagskráin í grófum dráttum:
Þeir sem vilja koma ríðandi á svæðið á föstudaginn, boðið er upp á næturgistingu fyrir hrossin í ferðahólfi Fljótamanna við Sólgarða.​ ​

Súpa fyrir hestaferðalangana (og jafnvel fleiri) verður í boði að Langhúsum.

Á laugardeginum er farin hópreið, sem hefst við ferðahólfið upp úr kl. 13.​ Hún verður rúmlega 2 tímar og miðast við að vera við hæfi allra.

Á laugardagskvöldið verður grillað að Langhúsum upp úr kl. 18 og svo verður maður manns gaman fram eftir kvöldi.

Þeir sem komu ríðandi á svæðið geta svo mælt sér mót varðandi heimferð á sunnudeginum.

Þeir sem vilja gista á svæðinu geta fundið fjölbreytta gistingu í Fljótunum, einhver úrræði yrðu líka fyrir þá sem vilja gista í tjaldi og sundlaug að Sólgörðum.

Frekari upplýsingar hjá Sveini í síma 8605668 eða Arnþrúði í síma 8478716.

Skráning og fleira verður auglýst síðar, en það er um að gera að taka helgina að hluta eða heild frá.

Deila færslu