35534072_656912004661608_2824118615492526080_n

Hljóðkerfi Skagfirðings desember 30, 2019

Í sumar var ráðist í að kaupa nýtt og kraftmikið hljóðkerfi fyrir keppnisvöll Skagfirðings. Þetta var dýr fjárfesting og því leitaði hestamannafélagið til samfélagsins um stuðning.  

Stjórn félagins er sönn ánægja að tilkynna að félagið fékk tvo styrki, annars vegar frá Akrahrepp, 200.000 kr. og hins vegar frá Menningarsjóði KS, 200.000 kr.  

Hestamannafélagið Skagfirðingur þakkar kærlega góðan stuðning og velvild ofangreindra.  

Það er gott að vera til þegar maður á góða að.
Stjórnin

Deila færslu

Share on facebook
Share on twitter
Share on print
Share on email