65393093_2413109645413980_357727508256260096_n.jpg

Á föstudagskvöldið sl. hélt 60+ hópurinn mikila og glæsilega hrossakjötsátveislu í Tjarnarbæ.

Fjölmenntu félagar Skagfirðings til veislunnar og tóku vel til matar síns.

Halli í Enni lagði til saltaða folaldsmeri, feita og fína, og var það mál manna að betra hrossakjöt væri vanfundið, afbragðsvara, bragðgott og feitt.

Að loknum málsverði las höfðinginn á Enni uppúr óútgefinni sjálfsævisögu sem vakti að vonum mikla gleði og kátínu.

Bestu þakkir fyrir skemmtilega kvöldstund og vonandi verður þetta eitthvað til að hlakka til að ári.

65393093 2413109645413980 357727508256260096 n

64963303 753069758428756 6876589760152862720 n

65104233 1080710845649924 3732880892998189056 n

Deila færslu