240453416_1272219316534506_2566726164352250287_n

Þúfur í Skagafirði, Mette Mannseth og Gísli Gíslason

Keppnishestabú ársins 2021 er Þúfur í Skagafirði

„Að Þúfum í Skagafirði rækta þau Gísli Gíslason og Mette Mannseth afrekshross í fremstu röð og hafa gert um árabil. Hross frá þeim voru í úrslitum í öllum hringvallargreinum á Íslandsmótinu með knöpum sínum en það voru þau Skálmöld, Kalsi, Sólon, Blundur og List. Þá stóð Kalsi efstur í A-flokki gæðinga á Fjórðungsmótinu í Borgarnesi auk þess að þau List og Blundur voru í A-úrslitum í B-flokki. Frábær árangur hjá búi þar sem að þegar þessi hross voru að koma í heiminn fæddust á bilinu 8-10 folöld á ári. Fleiri hross en þau sem áður hafa verið upp talinn standa að baki þessum frábæra árangri og má þar nefna þau Kaktus og Værð. Gísli og Mette temja, þjálfa og sýna langflest af sínum hrossum sjálf og eru fagmenn fram í fingurgóma.

Hestamannfélagið Skagfirðingur óskar þeim Gísla og Mette innilega til hamingju með árangur ársins!

Deila færslu