Screenshot 2021-02-02 at 19.07.31

Kynning á gæðingafimi LH og prufumót febrúar 2, 2021

Á síðasta landsþingi LH var samþykkt að notast verði við reglur um gæðingafimi unnar af starfshópi LH um gæðingafimi til reynslu fram að landsþingi 2022. Einnig var mælst til þess að keppt verði í greininni á Íslandsmóti og þær mótaraðir sem hafa gæðingafimi sem keppnisgrein noti reglurnar á næsta keppnisári.
Við hvetjum forsvarsmenn mótaraða ásamt hinum almenna hestamanni til að kynna sér reglur gæðingafimi LH næstkomandi laugardag.
Kynningin hefst kl.11 og keppnin kl.12:30 og er opin öllum á fésbókarsíðu Alendis og LH.
Hér er linkur á kynninguna:

https://www.facebook.com/events/2741538229442233

Deila færslu

Share on facebook
Share on twitter
Share on print
Share on email