Screenshot 2019-10-02 at 14.04.26

Laufskálaréttarhelgin er nýafstaðin í Skagafirði með tilheyrandi veisluhöldum. Þessi helgi er mjög stór viðburður og mikilvægt að geta boðið gestum velkomin í fjörðinn fagra með hestatengda viðburði.

Félag Hrossabænda og Hrossaræktarsamband Skagfirðinga stóðu að sölusýningu fimmtudagskvöldið 26.september í reiðhöllinni Svaðastaðir. Vel var mætt á sýninguna, bæði hross og menn, og er hún kærkomin viðbót við annars frábæra helgi og klárlega komin til að vera. 

Á föstudagskvöldinu var reiðhallasýning sem Magnús Bragi Magnússon og Elisabeth Jansen sáu um að skipuleggja og hafa séð um frá 2014. Markmið þessarar sýningar er að taka á móti gestum og heimafólki. Fólk geti hist, horft á hestasýningu og skemmt sér saman. Alls voru 16 atriði á dagskránni, þ.á.m. riddarasöngur, vagnarallý, skrautreið, skeið, skagfirskir ræktendur og knapar heiðraðir fyrir árangur á HM 2019, Þórarinn Eymundsson mætti með Veg frá Kagaðarhóli og Sigurður Sigurðsson kom með List frá Þjóðólfshaga sem leyniatriði. Í ár var metaðsókn á sýninguna en um 750 manns keyptu miða. Sýningarstjórar eru mjög þakklát öllum þeim sem komu að sýningunni, sýnendum og sjálfboðaliðum. Án þeirra hjálpar væri þetta ekki hægt. Sjáumst í reiðhöllinni Svaðastöðum að ári.

Íbishóll
Riddarasöngur
Sigurður Sigurðarson og Rauð-List frá Þjóðólfshaga
Vagnarallý

Deila færslu