Screenshot 2019-10-21 at 11.43.52

Meistaradeild KS í hestaíþróttum fer nú fram í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki auk þess að eitt mót fer fram í Léttishöllinni á Akureyri. Í deildinni keppa 8 lið og í hverju liði eru fimm knapar. Einungis keppa þó þrír úr hverju liði á kvöldi.

Pláss er fyrir tvö ný lið í deildinni þetta árið þar sem tvö lið féllu á síðasta ári. Úrtaka fer fram 15.janúar þar sem riðin er forkeppni í fimmgangi (F1) og fjórgangi (V1) og keppa tveir úr hverju liði í hvorri grein.

Breytingar eru á stjórn þetta árið en þær Inga María S. Jónínudóttir og Helga Rósa Pálsdóttir eru ekki með í stjórn þetta árið. Guðbjörn Tryggvason og Snorri Jóhannesson koma nýjir inn í stjórnina.

Dagskrá 2020

15. janúar – Úrtaka (Sauðárkrókur)
5. febrúar – Slaktaumatölt (Sauðárkrókur)
19. febrúar – Gæðingafimi (Sauðárkrókur)
4. mars – Fjórgangur (Akureyri)
18.mars – Fimmgangur (Sauðárkrókur
3.apríl – Tölt og flugskeið (Sauðárkrókur)

Deila færslu