Við þökkum Bergrúnu Ingólfsdóttur fyrir frábæran fyrirlestur í gær um hvað líkamlegt og andlegt atgervi knapa hefur mikið að segja við þjálfun. Hversu mikilvægt er að þekkja sína styrkleika og veikleika til að ná lengra og auka endingu sína í leik og starfi. Ákveðið var að færa verklegu tímana þar sem margir áhugasamir þátttakendur eru ekki með tamda hesta á húsi núna. Því er enn hægt að skrá sig í verklegu tímana. Í verklegum einkatímum einstaklingsmiðar Bergrún kennsluna, hjálpar þátttakendum að greina sína styrkleika og veikleika og gerir æfingarprógramm fyrir hvern og einn sem hann tekur með heim. Einnig verður farið yfir nokkrar æfingar án hesta sem hægt er að gera hvar sem er og hvenær sem er og hjálpa knöpum að ná sínum markmiðum. Áhugasamir um verklegu tímana geta haft samband við Heiðrúnu Ósk Eymundsdóttir fyrir nánari upplýsingar. heidrun@saurbaer.is

Námskeiðið er opið öllum en ef þátttaka er mikil ganga félagsmenn í Skagfirðingi fyrir.

Deila færslu