Screenshot 2020-04-21 at 20.04.00

Stjórn LH hefur ákveðið að bjóða félögum í hestamannafélögum, gistingu á Skógarhólum á sérstökum afsláttarkjörum sumarið 2020. Vegna breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu viljum við hvetja hestamenn til að ferðast innanlands í sumar á hestunum sínum.

Verðskrá fyrir félaga í Landssambandi hestamannafélaga:

  • Gisting: 3.300 kr.
  • Girðingagjald: kr. 350
  • Heyrúlla: 12.500 kr.
  • Tjaldstæði: 1.000 kr.
  • Aðstöðugjald fyrir eldhús og skála (nestisstopp) 350 kr.

Þetta er einn af fjölmörgu ávinningum þess að vera félagi í hestamannafélagi og tilheyra samfélagi hestamanna.

LH hvetur hestamenn til að nýta sér aðstöðuna á Skógarhólum og hinar frábæru reiðleiðir á Þingvöllum í sumar. Ferðumst innanlands.

Tekið er á mótum pöntunum á netfangið skogarholar@lhhestar.is
Meira um Skógarhóla á heimasíðu LH

Ert þú í hestamannafélagi? Getur skráð þig hér og fengið aðgang Worldfeng frían með; https://www.lhhestar.is/is/moya/formbuilder/index/index/skraning-i-hestamannafelag

Deila færslu