IMG_8865

Eftirfarandi eru titilhafar hjá hestamannafélaginu Skagfirðingi árið 2021. Stjórn Skagfirðings óskar knöpum til hamingju með árangurinn á árinu sem er að líða – Við þökkum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem starfað hafa fyrir hestamannafélagið Skagfirðing á árinu, kringum alla viðburði félagsins. Án ykkar væri þetta ekki mögulegt.

Knapi ársins 2021 er Mette Mannseth en Mette átti góðu gengi að fagna á árinu (2021). Hún sigraði A-flokk á Fjórðungsmótinu í Borgarnesi á hesti sínum Kalsa frá Þúfum og var með tvö hross í A-úrslitum í B-flokki þau List frá Þúfum og Blund frá Þúfum ásamt því að vera í þriðja sæti í skeiði á Vívalda frá Torfunesi. Á gríðarlega sterku Íslandsmóti reið hún fjórum hestum til úrslita þau Kalsa frá Þúfum í fimmgangi, List frá Þúfum í tölti, Blund frá Þúfum í slaktaumatölti og Skálmöld frá Þúfum í fjórgangi. Hún náði einnig virkilega góðum árangri á Íþróttamóti UMSS og Skagfirðings á Hólum í vor þar sem hún sigraði slaktaumatölt, fjórgang og gæðingaskeið ásamt því að hjóta annað sæti í tölti og fimmgangi. Hæstu einkunn ársins í gæðingaskeiði eiga Mette Mannseth og Vivaldi
frá Torfunesi. Mette Mannseth hlaut reiðmennskuverðlaun FT á Fjórðungsmótinu og í texta frá FT sagði “Reiðmennskuverðlaun FT er viðurkenning þar sem saman fer framúrskarandi reiðmennska, áverkalausir hestar og prúð framkoma á mótinu í heild sinni. Mette Mannseth hefur sýnt það með fjölda hrossa á mótinu, flest úr eigin ræktun. Uppúr stendur vel þjálfuð hross, einstaklega falleg framkoma, ósýnilegar ábendingar, mikil orka og útgeislun. Knapi og hross verða svo sannarlega eitt.”

Knapi ársins 2021 – Mette Mannseth

Gæðingaknapi ársins 2021 er Mette Mannseth.

Mette Mannseth, Unnur Sigurpálsdóttir og Skapti Steinbjörnsson.

Íþróttaknapi ársins 2021 er Mette Mannseth.

Mette Mannseth, Bjarni Jónasson og Þórdís Inga (fyrir hönd Eyrúnar Ýrar Pálsdóttur)

Skeiðknapi ársins 2021 er Eyrún Ýr Pálsdóttir en hún náði meðal annars góðum árangri á Íslandsmótinu á Hólum þar sem hún hlaut 3.sæti í flugskeiði og 4.sæti í 150m skeiði.

Mette Mannseth, Bjarni Jónasson og Þórdís Inga (fyrir hönd Eyrúnar Ýrar Pálsdóttur)

Knapi ársins í ungmennaflokki 2021 er Guðmar Freyr Magnússon en hann er meðal annars Íslandsmeistari í tölti ungmenna, sigurvegari ungmennaflokks á Fjórðungsmóti og sigvegari í A -og B-flokki ungmenna á Fákaflugi.

Freydís Þóra Bergsdóttir og Guðmar Freyr Magnússon

Knapi ársins í áhugamannaflokki 2021 er Pétur Grétarsson.

Stefán Reynisson og Pétur Grétarsson.

Hestamannafélagið Skagfirðingur á tvo ríkjandi Íslandsmeistara.

Eyrún Ýr Pálsdóttir og Hrannar frá Flugumýri II urðu Íslandsmeistarar í fimmgangi á Hólum í sumar og Guðmar Freyr Magnússon með Sigurstein frá Íbishóli urðu Íslandsmeistarar í tölti ungmenna. Því eru bæði knapar og hross Skagfirðingar í húð og hár.

Þórdís Inga (fyrir hönd Eyrúnar Ýrar Pálsdóttur) og Guðmar Freyr Magnússon.

Deila færslu