257189494_1592713347748131_5676952497982995657_n

Uppskeruhátíð – Æskulýðsdeild nóvember 21, 2021

Æskulýðsdeild Skagfirðings veitti í dag viðurkenningar í polla-, barna- og unglingaflokki fyrir keppnisárið 2021.

Nýjir farandbikarar voru teknir í notkun í ár og eru kostendur þeirraHrossaræktunarbúið Syðra Skörðugil fyrir barnaflokk og Höfðaströnd ehf fyrir unglinaflokk, en þau gáfu bikarinn í minningu Símonar Inga Gestssonar.
Þakkar æskulýðsdeildin þeim kærlega fyrir stuðninginn.

Krakkarnir í pollaflokki stóðu sig með stakri prýði á árinu, við erum með sterkan og samheldin hóp sem verður gaman að fylgjast með í framtíðinni. Á myndina vantar þónokkra knapa.

May be an image of 6 manns, barn, people standing og innanhúss
Krakkarnir okkar í pollaflokkÍ barnaflokki var Hjördís Halla hæst með samtals 215 stig, þá Fjóla Indíana með 64 stig og Sveinn Jónsson með 25 stig.

May be an image of 3 manns, people standing og innanhúss
BarnaflokkurÍ unglingaflokki var Þórgunnur Þórarinsdóttir hæst með 240 stig, þá Ólöf Bára með 108 stig, og Katrín Ösp með 90 stig.

May be an image of 3 manns og people standing
UnglingaflokkurVið erum afar stolt af krökkunum okkar öllum og hlökkum til að fylgjast með þeim áfram! Framtíðin er björt!

Deila færslu

Share on facebook
Share on twitter
Share on print
Share on email