257189494_1592713347748131_5676952497982995657_n

Æskulýðsdeild Skagfirðings veitti í dag viðurkenningar í polla-, barna- og unglingaflokki fyrir keppnisárið 2021.

Nýjir farandbikarar voru teknir í notkun í ár og eru kostendur þeirraHrossaræktunarbúið Syðra Skörðugil fyrir barnaflokk og Höfðaströnd ehf fyrir unglinaflokk, en þau gáfu bikarinn í minningu Símonar Inga Gestssonar.
Þakkar æskulýðsdeildin þeim kærlega fyrir stuðninginn.

Krakkarnir í pollaflokki stóðu sig með stakri prýði á árinu, við erum með sterkan og samheldin hóp sem verður gaman að fylgjast með í framtíðinni. Á myndina vantar þónokkra knapa.

May be an image of 6 manns, barn, people standing og innanhúss
Krakkarnir okkar í pollaflokkÍ barnaflokki var Hjördís Halla hæst með samtals 215 stig, þá Fjóla Indíana með 64 stig og Sveinn Jónsson með 25 stig.

May be an image of 3 manns, people standing og innanhúss
BarnaflokkurÍ unglingaflokki var Þórgunnur Þórarinsdóttir hæst með 240 stig, þá Ólöf Bára með 108 stig, og Katrín Ösp með 90 stig.

May be an image of 3 manns og people standing
UnglingaflokkurVið erum afar stolt af krökkunum okkar öllum og hlökkum til að fylgjast með þeim áfram! Framtíðin er björt!

Deila færslu