Aðalfundur Hmf. Skagfirðings verður haldin 7. mars í Tjarnarbæ kl. 20.00

Dagskrá aðalfundar er:

1. Fundarsetning.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Formaður leggur fram og kynnir skýrslu stjórnar um störf félagsins á síðasta starfsári.
4. Gjaldkeri kynnir reikninga félagsins ásamt skýrslu skoðunarmanna og leggur reikninga fram til samþykktar.
5. Lagabreytingar.
6. Kosning aðalstjórnar.
7. Kosning í nefndir.
8. Ákvörðun félagsgjalds.
9. Önnur mál, sem félagið varðar.

Allir félagsmenn eru hvattir til að mæta.
Verið er að vinna í að manna nefndir fyrir næsta ár, fátt skemmtilegra en að starfa að áhugamáli sínu með góðu fólki. Hafi einhver sérstakan áhuga á að starfa innan ákveðinnar nefndar (sjá nefndir á heimasíðu félagsins), þá er sá hinn sami hvattur til að hafa samband við stjórn.
Kv. Stjórnin

Deila færslu