logoid.jpg

logoid

Dagur íslenska hestsins var þann 1.maí, í tilefni af því var sýningin 
Æskan og hesturinn haldin í reiðhöllinni á Sauðárkróki.

Gestgjafi var Hestamannafélagið Skagfirðingur.

Þátttakendur voru Hestamannafélög af norðurlandi þau Skagfirðingur, Neisti og Hringur og reiðskólinn á Varmalæk sem er í Skagafirði og reiðskólinn í Ysta-Gerði sem er í Eyjafirði.

Margt var um manninn og mikil gleði.
Generalprufa var fyrir hádegi og öllum þátttakendu og aðstandendum boðið í grillaðar pylsur í hádeginu.
Sýningin sjálf hófst svo kl 13:00 og þar voru mörg frábær atriði á dagskrá, t.d. sirkusatriði þar sem ljón, prinsessa og trúður léku listir sínar, Goðafræðinni voru gerð góð skil og pollaflokkur sýndi Súpermanatriði svo eitthvað sé nefnt. Í hléi voru tvö tónlistaratriði, það fyrra var söngkonan Halldóra Árný Halldórsdóttir og spilaði Jón Hjálmar Ingimarsson undir á gítar. Seinna atriðið var hljómsveitin GCD en hana skipar Indriði Ægir Þórarinsson, Óskar Aron Stefánsson og Magnús Árni Jóhannesson.
Að sýningu lokinni komu allir þátttakendur saman í leik og var einnig boðið upp á að teyma undir börnum sem vildu prófa að fara á hestbak.
Mikið var um dýrðir og var gaman að sjá hversu mikill metnaður var lagður í hvert atriði. Börnin voru í búningum og hestarnir fallega skreyttir tilefni dagsins og gaman að sjá hversu vel undirbúin þau voru.
Æskulýðsdeild Skagfirðings vill koma á framfæri kærum þökkum til þeirra sem tóku þátt og gerðu daginn skemmtilegan, jákvæðan og gleðilegan fyrir börn og fullorðna.

Fánareið
fánareið
Reiðskólinn Varmilæk 1 með atriðin Hvítt – Svart og Vaiana

svart og hvítt

Vaiana

vaiania

Pollaatriði – Súperman

súperman

Sumar og sól

sumar

sumar og sól

Sirkus Ysta-Gerði

sirkus
Neisti og Neistabrautin

Neistabrautin

Hljómsveitin GCD

gcd
Halldóra Árný Halldórsdóttir og Jón Hjálmar Ingimarsson

halldora
Hringur – Goðafræði – Vopnahlé og Brúðkaup í Ásgarði

goðafr

goðafræði

Skagfirðingur – Keppnisþjálfun

keppnisþjálfun

Deila færslu