vis.jpg

vis

Nú á dögunum fékk æskulýðsdeild Skagfirðings styrk úr samfélagssjóði VÍS,
en sjóðurinn leggur áherslu á forvarnir sem okkar verkefni fellur vel undir. 

Eitt af hlutverkum VÍS er að stuðla að öryggi með öflugum forvörnum. 

Það er ánægjulegt fyrir VÍS að geta ýtt undir slík verkefni vítt og breytt um landið með úthlutunum úr Samfélagssjóðnum.

Við nýttum þennan styrk til hjálmakaupa og voru 14 börn sem fengu hjálm, en þeir áttu það sameiginlega að hafa lokið Knapamerki 1 prófi á vegum hestamannafélagsins.

Æskulýðsnefnd þakkar VÍS kærlega fyrir veittan styrk. 
18926312 10211407662781672 1599169989 o 

Deila færslu