40427091_1874258819549207_7581061346993635328_o.jpg

Árangursríkt samstarf í Horses of Iceland

– fundir með samstarfsaðilum framundan

Markaðsverkefnið Horses of Iceland, sem hófst árið 2015 með stefnumótun og gerð markaðsáætlunar til að kynna íslenska hestinn, hefur dafnað og vaxið. Alls taka 65 aðilar þátt í verkefninu sem stjórnvöld hafa stutt dyggilega við, en verkefnið er til komið vegna frumkvæðis frá Félagi hrossabænda, Landssambandi hestamannafélaga og FEIF.

Á grundvelli stefnumótunarinnar sem lokið var við árið 2015 var gerð markaðsáætlun til næstu ára og ákváðu stjórnvöld að styðja við verkefnið með fjárframlagi til fjögurra ára. Á næsta ári er síðasta árið sem verkefnið er í þessum farvegi hvað form og fjármögnun varðar og er það því komið að því að þeir sem að verkefninu standa meti stöðu þess og móti farveg þess til framtíðar.

Þátttakendur í verkefninu eru bæði fyrirtæki, samtök og stofnanir: 20 opinberir aðilar og félagasamtök, 25 ræktunarbú, 11 fyrirtæki í hestaferðaþjónustu, 4 í hestavörum og þjónustu við íslenska hestamennsku og 3 aðilar í útflutningi. Íslandshestasamtök í fjórum löndum eru þátttakendur sem og alþjóðasamtökin FEIF.

Boðað verður til fundar með samstarfsaðilum í verkefninu í lok október og byrjun nóvember, þar sem farið er yfir árangur og markaðsaðgerðir í ár og áherslur mótaðar fyrir árið 2019.

Fundirnir verða haldnir:

31. október kl. 14:00 – 16:00 hjá Íslandsstofu, Sundagörðum 2, 7.hæð, 104 Reykjavík

2. nóvember í Tjarnarbæ, félagsheimili Skagfirðings á Sauðárkróki (í tengslum við sölusýningu Félags hrossabænda)

kl. 14:30 – 15:00 kynning sem er opin öllum

kl. 15:00 – 16:00 fundur með þátttakendum í Horses of Iceland um áherslur 2019

Nánari dagskrá send síðar – takið daginn frá. Við bjóðum upp á kaffi og „meððí“. Við vonumst til að sjá sem flesta.

Nánari upplýsingar veitir Jelena Ohm, jelena@islandsstofa.is  sími 895 9170 

40427091 1874258819549207 7581061346993635328 o

Deila færslu