HESTAMANNAFÉLAG SKAGAFIRÐINGUR

Kæru félagar,

Sumarið er tími mótanna og sumar er komið.

Útimótin eru að byrja og Mótanefnd Skagfirðings komin á fullt.

Við erum mjög spennt fyrir nýju keppnistímabili og hlökkum til skemmtilegra og góða stunda saman, horfa á flottar sýningar og tefla fram okkar bestu hrossum á LM í Víðidal. Áfram Skagfirðingur!

Mig langar að minna ykkur á að við erum eitt fjölmennasta hestamannafélagið á landinu og með þeim sterkustu, eigum frábæra knapa og ekta skagfirska gæðinga hér í firðinum fagra.

Ég vil hvetja alla félagsmenn að hjálpa til að gera hestaárið 2018 eftirminnilegt fyrir okkur öll; standa saman, skemmta sér saman, ríða út saman, vera virk í hestamennskuni og hestalífi Skagfirðings.

Við í mótanefndinni ætlum að standa fyrir nokkrum mótum í sumar (sjá dagsetningar neðar) og við gerum það með glöðu geði og af fullum krafti, en við þurfum ykkar hjálp til að gera það sem best og ánægjulegt fyrir alla.

Til að gera góða, spennandi og vel skipulagða keppni þurfum við á ykkar aðstoð að halda, við þurfum fleiri hendur til að skipuleggja mótin hvert um sig. Við þurfum félaga sem eru tilbúnir til að stökkva inn í smáverkefni sem upp geta komið á mótunum eða við undirbúning þeirra.

Nefndin vill vera vel undirbúin og tímaleg við alla skipulagningu við hvert mót til að auðvelda öllum keppendum og öðrum sem að keppnum koma sinn eigin undirbúning.

Allar upplýsingar verða settar inná Facebook síðu félagsins – einnig upplýsingar um verkefni / störf sem þarf að manna.

Það er einlæg ósk mín að hinn almenni félagi, og ekki síst keppnisfólkið sjálft, knaparnir sem vilja keppa á góðum, spennandi og velskipulögðum mótum, verði okkur innan handar, sendi okkur ábendingar um það sem betur má fara, verði tilbúið að svara kalli þegar og ef til þess kemur, tilbúið að stökkva í smáverkefni sem upp koma á mótum eða við undirbúningi.

Ef við stöndum öll saman, tilbúin að fórna svolitlum tíma og krafti þá verður ekki mikið mál að rúlla upp nokkrum frábærum mótum í sumar.

Dagsetningar á mótum sumarsins eru :

Punktamót 09.05.
Íþróttamót UMSS og Skagfirðings 18.- 20.05.
Gæðingamót 26.-27.05.
Úrtaka fyrir LM 16.-17. 06.
Punktamót 21.06.

Endilega punktið niður þessar dagsetningar og ef þið sjáið ykkur fært að hjálpa til við eitthvert þessarra móta, þá sendið línu á:
sina@mail.holar.is eða PM á Fb-síðu Hestamannaf. Skagfirðings

Hlakka til að sjá ykkur sem flest í sumar

Sina Scholz, formaður mótanefndarinar

Deila færslu