A73BF528-A2E5-44EE-B5F9-510340ED9841.jpeg

Nú styttist óðum í hina árlegu Norðlensku hestaveislu sem haldin er í Léttishöllinni á Akureyri 26. – 27. apríl.  
Á föstudagskvöldinu er sýningin Fákar og Fjör, mun þetta vera tíunda skiptið sem sú sýning er haldin. 

Á laugardagskvöldinu er svo Ræktunarveislan þar sem stóðhestar í bland við ræktunarbú og merar koma fram og leika listir sínar. 

Hestamannafélagið Léttir óskar eftir atriðum á Norðlensku hestaveisluna 

Þeir sem hafa áhuga að koma með atriði norður á Akureyri þessa helgi geta sett sig í samband við Steingrím Magnússon í síma 892-2018

A73BF528 A2E5 44EE B5F9 510340ED9841

Deila færslu