Þessir frábæru unglingar láta ekki rigningu og kulda bögga sig.
Frábær og sterk forkeppni í unglingaflokki lauk rétt áðan í blautum
og svölum Hjaltadalnum.

Og ekki klikkuðu okkar stelpur í dag frekar en venjulega.

Guðný Rúna Vésteinsdóttir gerði sér lítið fyrir og negldi annað sætið á henni Þrumu frá
Hofsstaðaseli með einkunina 8,60
Ingunn Ingólfsdóttir og Ljóska frá Borgareyrum enduðu í ellefta sæti með einkunina
8,54. Og Viktoría Eik Elvarsdóttir og Kolbeinn frá Sauðárkróki fengu í einkunn 8,40
og lentu í 28.sæti.
Þessar þrjár stöllur tryggðu sér rétt í milliriðilinn sem fer fram Miðvikudagsmorguninn
klukkan 9:00
En eins sárt það getur verið að lenda utan við topp þrjátíu, varð Freydís Bergsdóttir og
Ötull frá Narfastöðum í 33.sæti með einkunina 8,38 aðeins 0,01 frá því að komast í
milliriðilinn.

Deila færslu