Félagsferð hestamannafélagsins Skagfirðings.
Helgina 12. – 14. ágúst 2016.

Farið verður um Vatnsnes og Vesturhóp í Húnaþingi Vestra.

Dagur 1, 
Lagt verður af stað föstudaginn 12.ágúst kl.13:00 frá Tjörn á Vatnsnesi, riðið inn Katadal yfir Heiðargötur og endað á náttstað á Syðri-Þverá. Reiðleið ca 18 km. Kraftmikil kjötsúpa í matinn.

Dagur 2, .
Riðið frá Syðri-Þverá og farin hringur um Hópið. Endað á Syðri-Stóruborg/Enniskoti þar sem hrossin hafa náttstað en mannskapurinn fer aftur í Syðri-Þverá. Reiðleið ca 32 km. Grilluð læri í matinn.

Dagur 3, 
Riðið frá Syðri-Stóruborg/Enniskoti austan með Vesturhópsvatni og fyrir suðurenda vatnsins og ferðalok á Syðri-Þverá. Reiðleið ca 14 km.

Verð í kringum 16.000 kr. og hestaflutningabíll kostar 8000 kr. fyrir hestinn.

Skráning hjá Auðbjörgu í síma 6980087/4536560.

Síðasti skráningardagur er þriðjudagurinn 9.ágúst.

Deila færslu