Almennur félagsfundur var haldinn í gærkvöldi í Tjarnarbæ.

Góð mæting var á fundinn og gott hljóð í fólki.

Stjórnin gerði grein fyrir stöðu mála og fór yfir það starf sem unnið hefur verið og er í gangi.

Kynntar voru fjórar tillögur að lógói fyrir félagið og fundarmönnum gefinn kostur á að kjósa milli þeirra.

Að lokum stóð ein tillaga eftir og stjórn falið að ganga endanlega frá þeirri tillögu í samráði við hönnuðinn.

Verður vonandi hægt að kynna hana opinberlega innan tíðar.

Tillaga stjórnar um nýjan félagsbúning var samþykkt.

Nýr félagsbúningur er Svartur jakki, hvít skyrta, blátt bindi og hvítar eða svartar buxur.

Deila færslu