Félagsjakkar

Fyrirhugað er að bjóða þeim sem hafa áhuga á að fá sér nýja jakka félagsins að koma og máta í húsi Skagfirðings, Tjarnabæ, á næstu dögum.
(dagsetning auglýst síðar)
Í framhaldi munu jakkarnir verða til sölu í Versluninni Eyrin. Best er að hafa beint samband við Helgu Rósu.
Mikilvægt er að sem flestir sem ætla að fá jakka mæti í mátun svo hægt sé að panta rétt magn. Einnig verða til sölu á Eyrinni hvítar reiðbuxur, blá bindi og að sjálfsögðu jakkarnir.

Deila færslu