61645250_2160332037369119_1554850496991199232_n.png

Við hvetjum sem flesta félagsmenn til að koma og njóta samverunnar í góðum félagsskap helgina 1-2 júní.
Þá höldum við félagsmót Skagfirðings.

Eftirfarandi flokkar verða í boði:
Barnaflokkur
Unglingaflokkur
Ungmennaflokkur ( A-Flokkur og B-Flokkur)
B-Flokkur (Gæðingaflokkur 1 í sportfeng)
B-Flokkur Áhugamanna (Gæðingaflokkur 2 í sportfeng)
A-Flokkur (Gæðingaflokkur 1 í sportfeng)
A-Flokkur Áhugamanna (Gæðingaflokkur 2 í sportfeng)

Skráning fer fram á www.Sportfengur.com  mótshaldari Skagfirðingur.

Kvittun skal berast á itrottamot@gmail.com.

Vinsamlegast setjið í skýringu Fél19

Forkeppni verður með hefðbundum hætti, einn inná í einu nema í áhugamannaflokki verður riðin sérstök forkeppni.

Við í mótanefndinni mælumst einnig til þess að þeir sem keppa sjái sér fært að koma að því að starfa á mótinu hvort sem það eru keppendur sjálfir eða fulltrúar þeirrra. Það þarf margar hendur til að svona mót gangi vel fyrir sig. Auðvitað eru allir sem hafa stund til að aðstoða okkur velkomnir, margar hendur vinna létt verk.
Þeir sem geta lagt hönd á plóg geta haft samband við Steindóru í síma 7740409 eða stolha@mail.holar.is 

Kaffiveitingar verða i boði í Tjarnabæ á meðan á mótinu stendur.

61645250 2160332037369119 1554850496991199232 n

Deila færslu