Framkvæmdastjórn Fjórðungsmóts Vesturlands 2017 í Borganesi
býður hestamannafélaginu Skagfirðingi að taka þátt í
Fjórðungsmótinu dagana 28. júni – 2. júlí 2017.

Mótið verður með svipuðu fyrirkomulagi og mótið 2013 nema það verður haldið á nýjum stað þ.e. í Borgarnesi en ekki á Kaldármelum.

Hvert félag hefur rétt til að senda einn keppanda fyrir hverja 50 félagsmenn í hringvallagreinum.
Reglur um hvaða kynbótahross komast inná mótið verða kynntar í janúar.

Þá verður væntanlega keppt í tölti opnum flokki og 17 ára og yngri.


Næg hesthúsapláss eiga að vera í boði, reiðhöll og næg tjaldstæði með rafmagni verða á Kárastaðatúni.

Deila færslu