15621885_181929525607632_5209467637964699928_n.jpg

FJÓRÐUNGSMÓT VESTURLANDS 2017

Fjórðungsmót Vesturlands verður haldið í Borgarnesi 28. júní til 2. júlí 2017. Mótið er haldið af hestamannafélögunum fimm á Vesturlandi en auk þeirra eiga keppnisrétt fulltrúar frá hestamannafélögunum á Vestfjörðum, úr Húnavatnssýslum og Skagafirði.

Gæðingakeppni A og B flokkur, ungmenni, unglingar og börn. Tölt opinn flokkur og 17 ára og yngri. Skeið 100 m, 150 m og 250 m. Kynbótahross um 70. Ræktunarbú.

Glæsileg aðstaða er í Borgarnesi, góðir keppnisvellir, reiðhöll, hesthús, tjaldstæði með rafmagni og stutt í alla þjónustu.

Dansleikur o.fl. til skemmtunar.

Aðgangseyrir verður 2.500 kr. og getur fólk síðan ákveðið hvað það dvelur lengi á mótinu.

Mótshaldarar lofa glæsilegu móti og gera ráð fyrir góðu veðri.

15621885 181929525607632 5209467637964699928 n

Deila færslu