19510403_1549282748455833_770721218747469166_n.jpg

Folaldasýning Miðsitju og Hrossaræktunardeildar Grána
10. febrúar 2018

Bændur í Miðsitju, í samvinnu við Hrossaræktunardeild Grána í Akrahrepp, efna til folaldasýningar 10. febrúar n.k. og hefst hún stundvíslega kl.12:00 í reiðhöllinni að Miðsitju.

Viðurkenndir gæðingadómarar dæma um gæði folalda og verður keppt í tveimur flokkum: merfolöld og hestfolöld.

Verðlaunað verður fyrir þrjú efstu sæti í hvorum flokki en jafnframt verður afhentur bikar fyrir glæsilegasta folald sýningarinnar.

Við dómstörf mun dómurum vera ókunnugt um ætterni eða ræktendur þeirra folalda sem sýnd verða og eingögnu upplýst er úrslit liggja fyrir.

Allir eru boðnir velkomnir til þátttöku, íbúar Akrahrepps, sem og aðrir hrossaræktendur. Þó er fjöldi folalda takmarkaður við 18 folöld – og stuðst við kerfið: fyrstur kemur, fyrstur fær.

Skráningagjald fyrir hvert folald er kr. 1.000,- og þarf að greiða skráningagjaldið með peningum við upphaf sýningarinnar.

Tilkynning um þátttöku þarf að berast fyrir kl. 24:00 að kvöldi fimmtudagsins 8. febrúar, 2018 i netfang: asa@midsitja.is

Í tilkynningunni þarf að gefa upp nafn eiganda, nafn folalds, lit/einkenni, nafn móður og föður.

Boðið verður uppá léttar veitingar í hléi.

Bestu kveðjur

Miðsitjubændur

19510403 1549282748455833 770721218747469166 n

Deila færslu