Föstudaginn 3. Febrúar nk., verður haldinn fyrirlestur um næringu íþróttafólks í Húsi Frítímans. Agnes Þóra Árnadóttir næringarfræðingur mun þá koma og vera með erindi þar sem farið verður yfir næringarþarfir íþróttafólks og hvernig hægt er að nota hollt mataræði til þess að ná sínum markmiðum.

Fyrirlestrarnir verða tveir.
• 18:30-19:30 fyrir krakka í 5.- 8. bekk
• 19:45-20:45 fyrir iðkendur í 9. bekk og eldri.

Agnes Þóra hefur haldið fyrirlestra fyrir yngri landslið hjá KSÍ undanfarin ár og einnig hjá félagsliðum. Fyrirlestrarnir eru opnir fyrir alla iðkendur aðildafélaga UMSS og hvetjum við fólk til að fjölmenna og nýta sér þetta.

Foreldrar yngri iðkenda eru sérstaklega hvattir til að mæta.

Fyrirlestrarnir verða í Húsi Frítímans og er aðgangur ókeypis.

Deila færslu