logoid.jpg
logoid

Sameiginleg uppskeruhátíð hestamannafélagsins Skagfirðings og HSS var haldin í Ljósheimum sl. föstudagskvöld. Veitt voru verðlaun í hinum ýmsu flokkum. 

Gísli Einarsson sló á létta strengi og Þorvaldur Kristjánsson fór yfir árangur kynbótahrossa. 

Veglegar veitingar voru í boði og áttu Skagfirskir hestamenn góða kvöldstund.

Ekki verður á neinn hallað þótt sérstaklega sé minnst á Þórarinn Eymundsson en hann sópaði að sér verðlaunum þetta kvöld. 
Myndaniðurstaða fyrir þórarinn eymundsson

Hann var m.a. valinn knapi ársins í Skagafirði. 

Verðlaunahafar kvöldsins hjá Skagfirðing. 

Barnaflokkur – Júlía Kristín Pálsdóttir

Unglingaflokkur – Freydís Þóra Bergsdóttir

Ungmennaflokkur – Ásdís Ósk Elvarsdóttir

Íþróttaknapi ársins – Þórarinn Eymundsson

Gæðingaknapi ársins – Þórarinn Eymundsson

Kynbótaknapi ársins – Þórarinn Eymundsson

Knapi ársins – Þórarinn Eymundsson 

Titillinn Hrossaræktarbú ársins í Skagafirði hlutu Þúfur. 

Skagfirðingur óskar sínum félagsmönnum innilega til hamingju með góðan árangur á árinu.

Deila færslu