Hestadagar á Tröllaskaga 19.-20. ágúst 2016.

Hestadagar á Tröllaskaga er árviss hestamannahelgi sem hefur verið haldinn í yfir 40 ár (upphaflega undir nafninu Vinareiðin). Þetta er frjálsleg helgi og hennar helsta mottó er að hestamenn hittist og fari á hestbak saman. 

Hestamannafélögin Glæsir, Gnýfari og Svaði hafa þannig skipst á að bjóða heim á Siglufirði, Ólafsfirði og Hofsósi.
Í ár er komið að Hofsósi, en Svaði er nú hluti nýs félags, Skagfirðings.
Gamlir vinir Hestadaga, endilega drífið ykkur svo hefðin haldi áfram, og nýir vinir verið hjartanlega velkomnir.
Skrá verður þátttöku sína fyrir fram svo vitað sé um fjölda í mat og kaffi. Skráning fer fram í netfangi arnhei@simnet.is eða síma 8478716.

Dagskrá Hestadaga er að venju:
Föstudagur:
Hes
tamenn frá Siglufirði, Ólafsfirði og Skagafirði koma ríðandi á svæðið á föstudagskvöldi. Súpa í boði í Höfðaborg við komu, milli kl. 18-20, fyrir þá sem hafa skráð sig. Tilvalið tækifæri til að vinir og nágrannar skelli sér í hestaferð. Skipulag þessara ferða hefur verið algerlega frjálslegt, menn tala sig bara saman og hafa gaman. Hólf verður fyrir ferðahross. 

Laugardagur kl. 14:00:
Útreiðartúr hefst í hesthúsahverfinu Hofsósi, við hæfi fjölbreytts hóps þátttakenda enda hefur þátttakan oft verið mikil og fjölbreytt. Hressing í hléi fyrir þá sem hafa skráð sig.

Grill kl. 19-21 á laugardagskvöldi fyrir þá sem hafa skráð sig, og gefst þá mikið og gott tækifæri til þess að hittast og spjalla við aðra hestamenn, enda hefur verið tilhneiging til að sitja lengi og vel. 

Heimferðir eftir hentisemi, en margir fara ríðandi heim aftur á sunnudegi.

Verð fyrir helgina verður 6000 kr. fyrir fullorðna (súpa, hressing, og grill) en lægra fyrir börn (2500 fyrir 7-13 ára, frítt fyrir 6 ára og yngri).
Greiða verður fyrirfram fyrir þáttöku, hafið samband í arnhei@simnet.is
eða s: 8478716 fyrir nánari upplýsingar.

Boðið verður upp á gistingu á dýnum í svefnpokaplássi í Höfðaborg á föstudags og laugardagskvöld, panta verður fyrirfram, kr. 1000 á mann.

Einnig er í boði margvísleg önnur gisting á Hofsósi.

Deila færslu