large_vita_sport.png

Nýlega var gerður samstarfsamningur milli Ferðaskrifstofunnar Vita og Landsambands hestamannafélaga. Meðal annars verður samvinna aðila um ferðir á HM í Berlín 2019. Eins og áður verður leitast við að skapa gott andrúmsloft meðal Íslendinga á mótinu. Ekki síst með það í huga er búið að skoða og velja hótel sem aðilar telja henta þeim sem ætla á mótið. Gott hótel sem væri vel staðsett gagnvart mótinu og gerði mönnum kleift að njóta þess sem Berlín hefur upp á bjóða í leiðinni.

Svo er gott til þess að hugsa að hver sem bókar sig hjá Vita styrkir landslið Íslands í hestaíþróttum með beinum hætti í leiðinni og styður þannig við hestaíþróttina á Íslandi.

Vita verður með glæsilegar pakkaferðir á mótið. Smelltu á linkinn hér fyrir neðan, skráðu þig á netfangalistann og fáðu upplýsingar um ferðir beint í æð!

https://samskipti.zenter.is/page/dKY4g1ZZiK 

large vita sport

Deila færslu