hestur.jpg

Íslandsstofa undirbýr nú þátttöku íslenskra fyrirtækja á sölu- og sýningarsvæði Heimsmeistaramóts íslenska hestsins sem fram fer í Oirschot í Hollandi dagana 7.- 13. ágúst 2017.

Íslandsstofa hefur til umráða sýningartjald þar sem fyrirtæki geta leigt sýningarsvæði til að selja vörur og þjónustu meðan á mótinu stendur. Nú eru síðustu forvöð að panta sölubás á svæðinu.

Heimsmeistaramótið er einn stærsti vettvangur íslenska hestsins um heim allan og er búist við miklum fjölda gesta þá sjö daga sem mótið stendur yfir.

Þeir sem hafa áhuga á að vera með bás á svæðinu eru beðnir að hafa samband við Berglindi Steindórsdóttur, berglind@islandsstofa.is  eða í síma 511 4000.
Lokað verður fyrir skráningar 11. apríl nk.

Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Heimsmeistaramótsins.

Þátttaka Íslands á sölu- og sýningarsvæði mótsins verður undir merkjum Horses of Iceland sem er markaðsverkefni sem aðilum í hestatengdri starfsemi býðst að taka þátt í. Um er að ræða markaðssamstarf sem nýtist heildarhagsmunum í að byggja upp orðspor Íslenska hestsins til að leggja grunn að auknum gjaldeyristekjum af sölu á hestinum, vörum og þjónustu. Nánari upplýsingar

hestur

Deila færslu