Hestamannafélagið Skuggi mun halda Íslandsmót yngri flokka í hestaíþróttum 2016 dagana 14. – 17. júlí n.k.

Undirbúningur stendur yfir og er formaður framkvæmdanefndar Stefán Logi Haraldsson formaður Hmf. Skugga og framkvæmdastjóri mótsins er Svanhildur Svansdóttir.

Það er ætlun Hmf Skugga að í Borgarnesi, á félagssvæði Skugga við Vindás, verði haldið glæsilegt mót þar sem saman fari góð aðstaða og að gaman verði fyrir þátttakendur, aðstandendur og aðra gesti að dvelja í Borgarnesi þessa daga.

Hestamannafélagið Skuggi væntir þess að þátttaka verði góð og verða drög að dagskrá kynnt fljótlega. Endanleg dagskrá ræðst svo af fjölda skráninga en áætlað er að skráningu ljúki 5. júlí.

Framkvæmdanefnd Íslandsmóts yngri flokka 2016.

Deila færslu