hestur.jpg
Íslandsstofa undirbýr þátttöku íslenskra fyrirtækja á sölu- og sýningarsvæði Heimsmeistaramóts Íslenska hestsins sem fram fer í Oirschot í Hollandi dagana 7.- 13. ágúst nk. Þar gefst íslenskum fyrirtækjum, tengdum hestamennsku eða úr öðrum greinum, tækifæri til að kynna vörur sína og þjónustu. Íslenskir hestaræktendur eru sérstaklega hvattir til að mæta á fundinn.
Kynningarfundur vegna þátttöku á mótinu verður haldinn föstudaginn 17. febrúar kl. 14:00 hjá Íslandsstofu, Sundagörðum 2, 7. hæð.

 
DAGSKRÁ

Coen Buijsse, formaður undirbúningsnefndar Heimsmeistaramótsins, kynnir aðstæður á mótinu og segir frá „Breeders Boulevard“, eða tækifæri fyrir ræktendur til að kynna sína starfsemi, en ræktunin mun fá mikinn sýnileika á mótinu.

Berglind Steindórsdóttir, sýningastjóri hjá Íslandsstofu, kynnir íslenska sýningar- og sölusvæðið og hvað fyrirtækjum stendur þar til boða.
Áhugasamir eru beðnir að skrá sig á fundinn á islandsstofa@islandsstofa.is

Nánari upplýsingar veita Berglind Steindórsdóttir, berglind@islandsstofa.is og Jelena Ohm, jelena@islandsstofa.is

Þátttaka Íslands á sölu- og sýningarsvæði mótsins verður undir merkjum Horses of Iceland sem er markaðsverkefni sem aðilum í hestatengdri starfsemi býðst að taka þátt í. Um er að ræða markaðssamstarf sem nýtist heildarhagsmunum í að byggja upp orðspor Íslenska hestsins til að leggja grunn að auknum gjaldeyristekjum af sölu á hestinum, vörum og þjónustu. Nánari upplýsingar

hestur

Deila færslu