Málþing um reiðvegamál og kynning á kortasjánni og möguleikum hennar
verður haldið laugardaginn 4. maí,
í félagsheimili Hestamannafélagsins Léttis í reiðhöllinni á Akureyri,
Halldór Halldórsson formaður ferða og samgöngunefndar LH og Sæmundur Eiríksson, guðfaðir kortasjárinnar og varaform. ferða og samgöngunefnd. LH verða með framsögu og kynna kortasjánna og möguleika henni tengt.

Það verður farið yfir alla möguleika kortasjárinnar vegna umsókna til reiðvegagerðar, og alla þá möguleika til að skipuleggja væntanleg ferðalög á hestum eða á þann veg sem hverjum hentar. Einnig verður farið yfir reiðvegalagningu á norður og norð austurlandi.

Einnig verður farið yfir þá möguleika sem eru í boði, til að sækja um fjármagn til reiðvegagerðar.
Hestamannafélögin á svæðinu eru hvött til að senda 2 til 3 fulltrúa á málþingið.

Málþingið hefst kl. 10.00 4 maí 2019.

Það verður kaffi, og með því, og léttur hádegisverður, í boði Hestamannafélagsins Léttis,
og þinginu líkur ca. kl.14.00 til15.00.

Þátttakendur þurfa að láta vita af fjölda þátttakenda, vegna hádegisverðar, ekki síðar en fimmtudaginn 2. maí kl.12.00.

Með von um góða mætingu, á þetta tímamóta málþing hestamanna á norður og norðausturlandi.

Ferða og samgöngunefnd LH.

Deila færslu