hfh.jpg

Opin Gæðingakeppni Hrings og úrtaka fyrir Fjórðungsmót.


Hestamannafélagið Hringur mun halda opið gæðingamót sitt dagana 14 – 15 júní n.k. Mótið er jafnframt úrtaka fyrir félagsmenn Hrings fyrir Fjórðungsmót Austurlands sem haldið verður síðar í sumar.


Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
A – flokki gæðinga Skráningargjald 3.500 á hest
B – flokki gæðinga Skráningargjald 3.500 á hest
B – flokki ungmenna Skráningargjald 2.500 á hest
Unglingaflokki Skráningargjald 2.500 á hest
Barnaflokki Frí skráning
Tölti T1 Skráningargjald 3.500 á hest
Skeið 150m P3 Skráningargjald 3.500 á hest
Skeið 250m P1 Skráningargjald 3.500 á hest
Flugskeið P2 Skráningargjald 3.500 á hest

Lágmarksþáttaka er 5 knapar í hvorri grein og félagið áskilur sér rétt að fella niður keppnisgreinar eða sameina flokka ef lágmarki er ekki náð.
Greiða skal skráningargjald inn á 0177-26-000175 kt: 540890-1029 og senda kvittun inn á motanefnd@hringurdalvik.net 

Skráningarfrestur er til mánudagsins 10 júní kl. 18:00

Dagskrá verður auglýst síðar.

hfh

Deila færslu