Fagráð í hrossarækt hefur valið þau bú sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, ræktunarbú ársins.
Valið stóð á milli 71 búa sem náð höfðu athyglisverðum árangri á árinu og í ljósi afar magnaðs árangurs hjá mörgum búum var ákveðið að tilnefna 16 bú í ár. Einnig var ákveðið að breyta reiknireglu þeirri sem notuð er við valið. Búum hefur verið raðað upp eftir meðalaldri sýndra hrossa, meðaleinkunn þeirra og fjölda. Nú var ákveðið að leiðrétta einkunnir eftir aldri líkt og gert er við kynbótamatsútreikninga og taka á þann hátt tillit til mismunandi aldurs. Þetta gerir allar einkunnir samanburðarhæfar áður en búunum er svo raðað upp eftir leiðréttum einkunnum og fjölda sýndra hrossa.

Tilnefnd bú munu hljóta viðurkenningu á ráðstefnunni Hrossarækt 2016 sem haldin verður í Samskipahöllinni í Spretti laugardaginn 5. nóvember næstkomandi.
Ræktunarbú ársins verður svo verðlaunað á Uppskeruhátíð hestamanna sem haldin verður í Gullhömrum um kvöldið.

Þrjú bú innan félagssvæðis Skagfirðings eru tilnefnd.

Í stafrófsröð eru tilnefnd bú:
Árbæjarhjáleiga II, Kristin Guðnason, Marjolijn Tiepen og fjölskylda

Berg, Anna Dóra Markúsardóttir og Jón Bjarni Þorvarðarson

Efsta-Sel, Daníel Jónsson og Hilmar Sæmundsson

Garðshorn á Þelamörk, Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir Thorlacius

Hamarsey, Hannes Sigurjónsson og Inga Cristina Campos

Hof á Höfðaströnd, Lilja Sigurlína Pálmadóttir og Baltasar Kormákur

Hvolsvöllur, Ásmundur Þór Þórisson og Helga Friðgeirsdóttir

Ketilsstaðir/Syðri-Gegnishólar, Bergur Jónsson og Olil Amble

Kirkjubær, Ágúst Sigurðsson, Unnur Óskardsóttir og fjölskylda

Kjarnholt I, Guðný Höskuldsdóttir og Magnús Einarsson

Koltursey, Elías Þórhallsson, Pétur Jónsson og fjölskyldur

Prestsbær, Inga Jenssen og Ingar Jenssen

Rauðalækur, Eva Dyröy og Guðmundur Friðrik Björgvinsson

Skipaskagi, Jón Árnason og Sigurveig Stefánsdóttir

Torfunes, Baldvin Kr. Baldvinsson

Þúfur, Gísli Gíslason og Mette Mannseth

Fagráð í hrossarækt óskar tilnefndum búum innilega til hamingju með frábæran árangur

Deila færslu