Reiðnámskeið í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki
Benedikt Líndal, tamningameistari verður með 2ja daga reiðnámskeið helgina 16.-17. febrúar næstkomandi á vegum Fræðsludeildar Skagfirðings.
Hámark 8 þátttakendur.
Kennslufyrirkomulag: Fyrri daginn er kennt þannig að tveir og tveir eru saman í tíma, tvisvar sinnum auk eins bóklegs tíma. Hver tími 50 mín. Seinni daginn eru einkatímar og einn bóklegur tími, 40 mínútur hver.
Verð: 28.000 kr. alls (með aðstöðu).
Skráning hjá Eyþóri Einarssyni á netfangi ee@rml.is eða í síma 862 6627