G. Hjálmarsson Áhugamannadeild & Æskulýðsdeild Akureyrar, Húnvetnska liðakeppnin og Skagfirska mótaröðin munu keppa á úrslitakvöldi.

Komið og sjáið bestu knapa og hesta úr hverri deild í 2. flokki, ungmennaflokki, unglingaflokki og barnaflokki etja kappi á skemmtilegu móti þar sem einungis eru riðin úrslit.
Mótið verður haldið í reiðhöllinni Svaðastöðum, miðvikudaginn 19. apríl n.k. Keppnin hefst kl. 18:30.
Dagskrá auglýst nánar síðar á netmiðlum.

Keppt verður í a- og b-úrslitum í 2. flokki Í fjórgangi og tölti og a-úrslitum í fimmgangi og skeið í gegnum höllina.
Keppt verður í a-úrslitum í ungmennaflokki, unglingaflokki og barnaflokki í tölti og fjórgangi.

í 2. flokki í fjórgangi og tölti eru fjórir efstu knaparnir í hverri deild búnir að vinna sér inn þátttökurétt, Tveir í a-úrslit og tveir í b-úrslit.
Í fimmgangi í 2.flokki, skeiði 2.flokki, tölti og fjórgangi í barnaflokki, unglingaflokki og ungmennaflokki eru tveir efstu knaparnir í hverri deild búnir að vinna sér inn þátttökurétt í a-úrslit.

Deila færslu