15621885_181929525607632_5209467637964699928_n.jpg

15621885 181929525607632 5209467637964699928 nNú er hafin skráning á fjórðungsmót Vesturlands 2017.

Félögin sem eiga keppnisrétt á mótinu skulu annast skráningu á sínum keppendum í gæðingakeppni mótsins en ekki keppendurnir sjálfir.
Þannig að þeir keppendur sem hafa unnið sér keppnisrétt í gæðingakeppni FM 2017 skulu hafa samband við formann síns félags varðandi skráninguna.

Félögin eru einnig ábyrg fyrir greiðslu skráningargjalda sem er 5.000 kr. á hvern hest.

Félögin hafi fengið tilkynningu/upplýsingar varðandi skráninguna í gæðingakeppnina en skráningu lýkur á miðnætti
sunnudaginn 18/6 2017.

Til að skrá þarf að velja hestamannafélag sem heldur mót á að skrá Landsmót

ATH: Skráning öðlast ekki gildi fyrr en skráningargjald hefur verið greitt.

Þá verður keppt í tölti opnum flokki, tölti 17 ára og yngri, 100 m fljótandi skeiði, 150 m skeiði og 250 m skeiði.
Í þær greinar annast keppendur sjálfir skráninguna og er skráningarfresturinn sá sami og í gæðingakeppni eða til miðnættis 18/6 2017.
Um leið og skráð er skal skráningargjald greitt af viðkomandi keppanda.
Skráningargjöld skal greiða á reikning, 0326-26-2265, kt. 450405-2050, og kvittun send á netfangið thoing@centrum.is

ATH: Mjög mikilvægt að senda kvittun en skráning öðlast ekki gildi fyrr en skráningargjaldið er greitt.

Deila færslu