Töltgrúbba Kvennadeildar Skagfirðings verður með tíma í Reiðhöllinni Svaðastöðum á mánudögum kl 19:00 í vetur.

Ætlunin er að hittast og hafa gaman saman undir handleiðslu Elisabeth Jansen reiðkennara og æfa og þjálfa munsturreið á tölti.

Allar konur eru velkomnar sem á annaðborð geta setið á hesti og riðið tölt.

Þær sem ekki komust síðast geta skráð sig á staðnum hjá Rósu Vésteins eða á netfanginu: narfastadir@simnet.is  (nafn, kennitala og heimilisfang).

Gjald fyrir veturinn verður stillt í hóf ca. 20.000 kr.

Sjáumst í kvöld 4. febrúar kl 19:00.

Kveðja Stjórn Kvennadeildar Skagfirðings

Deila færslu