C5302803-A1F3-49AF-9B50-B26897C05B43.jpeg

Það var mikil spenna fyrir Töltgrúppunni síðasta vor, góð mæting en tíminn hljóp frá okkur. Var því ákveðið að Kvennadeildin tæki við keflinu og keyrði þetta áfram í vetur. 

Töltgrúppan mun því starta vetrarstarfinu mánudaginn 28.janúar nk. Kl 20:00 í reiðhöllinni Svaðastaðir á Sauðárkróki.

Við verðum með fastan tíma á mánudögum í vetur og verður Elísabet Jansen leiðbeinandi okkar.

Í fyrsta tíma er mæting án hests þannig að ennþá er tími til að taka inn og járna. 

Verð ca. 20-25000 kr fer eftir fjölda.

Leiðbeinandi verður Elisabeth Jansen.

Skráning verður hjá formanni kvennadeildar á narfastadir@simnet.is  (nafn, heimilisfang og kennitala)

Kv Stjórn kvennadeildar Skagfirðings
Hanna María Lindmark
Linda Jónsdóttir
Rósa María Vésteinsdóttir
Sara Gísladóttir
C5302803 A1F3 49AF 9B50 B26897C05B43

Deila færslu